Contact

© 2016 - 2018 Konur í orkumálum.

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

Konur í orkumálum

Kennitala: 520716-1220

Sími: +354 8402242

nÝLEGAR FRÉTTIR

á DÖFINNI

Haustþing 2018

Haustþing 2017 gekk vonum framar. Þar komu saman 70 konur úr geiranum með það að markmiði að styrkja tengslanetið og hafa gaman, hvort tveggja tókst með eindæmum vel. Rúmlega 30 konur héldu örerindi um aðkomu sína og þróun innan orkugeirans.

 

Ákveðið hefur verið að Haustþingið verði árlegur viðburður. Stefnt er að því að þingið fari fram í september en verður auglýst nánar síðar. 

 

um konur í orkumálum

Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum á Íslandi eða hafa áhuga á honum. Félagið er opið öllum sem telja tilgang félagsins sig varða og vilja stuðla að framgangi félagsins. 

Aðild að félaginu er öllum opin, bæði konum og körlum, enda getur það varðað hagsmuni allra að jafna hlutfall kynjanna í geiranum.

Varamenn stjórnar eru eftirfarandi: 

Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir,

Vigdís Harðardóttir og

Lovísa Árnadóttir.

Í stjórn félagsins eru eftirfarandi:

Harpa Pétursdóttir, formaður stjórnar,

Ásdís Gíslason, gjaldkeri,

Helga Barðadóttir, ritari,

Auður Nanna Baldvinsdóttir,

Elín Smáradóttir,

Íris Baldursdóttir og 

Birta Kristín Helgadóttir.

Mynd af fráfarandi stjórn 2018.

 

Sagan

Undirbúningur að stofnun félagsins hófst í september árið 2015 þegar Harpa Pétursdóttir fékk með sér í lið þær Auði Nönnu Baldvinsdóttur, Elínu Smáradóttur, Helgu Barðadóttur og Petru Steinunni Sveinsdóttur til að skoða stofnun félagsins. Ákveðið var að stofna félag sem sinnti framgangi og þróun kvenna innan geirans og var ákaflega vel tekið í hugmyndina af allra hálfu. Úr varð að prófa að halda fund þangað sem konur úr geiranum yrðu boðaðar, þann 15. janúar 2016. Upphaflega átti að halda fundinn í matsal Landsvirkjunar, sem hafði boðist til að lána aðstöðu og bjóða upp á veitingar með, en þegar á þriðja hundrað kvenna hafði boðað komu sína á facebook var ákveðið að færa fundinn í Norðurljósasal Hörpu. Á fundinn mættu nærri 200 konur úr geiranum svo ljóst var frá upphafi að þörfin var ærin. 

Félagið var svo formlega stofnað þann 11. mars 2016 og fyrsta stjórn félagsins kjörin en síðan hefur félagið starfað jafnt og þétt og vakið mikla athygli. 

 

Tilgangur

Tilgangur Kvenna í orkumálum er að efla þátt kvenna í orkumálum og styrkja tengsl þeirra sín á milli svo og að stuðla að menntun og frænslu kvenna er varðar orkumál. 

Tilgangi félagsins viljum við ná með því að halda fundi, samkomur og viðburði, í hvers kyns formi. 

 
Screen Shot 2019-05-23 at 15.44.02.png

​Í dag kemur út skýrsla Kvenna í orkumálum um stöðu kvenna í orkugeiranum en skýrslan er unnin af Ernst&Young fyrir félagið. Þetta er önnur skýrslan sem Konur í orkumálum gefa út sem fjallar um stöðu kvenna innan íslenska orkugeirans. Fengnar voru upplýsingar um helstu ákvörðunar- og áhrifavaldastöður stærstu orkufyrirtækja landsins.

 

Niðurstöður skýrslunnar sýna margar hverjar jákvæða þróun í kynjahlutfalli fyrirtækjanna, en staðfesta þó að enn er langt í land. Niðurstöður sýna t.a.m. jafnt kynjahlutfall í stjórnum stærstu fyrirtækjanna sem og meðal stjórnarformanna. Skýrslan sýnir einnig fjölgun kvenkyns framkvæmdar- og deildarstjóra en hægan vöxt á fjölda kvenkyns forstjóra. Þá sýna niðurstöður einnig að Ísland er framarlega í samanburði við önnur lönd.

 

Með þessum tveimur skýrslum hefur verið lagður grunnur til þess að fylgjast með þróun kynjaskiptingar ákvörðunar- og áhrifavalds innan orkugeirans næstu árin.

Ný skýrsla kío um stöðu kvenna í orkugeiranum