Contact

© 2016 - 2018 Konur í orkumálum.

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

Konur í orkumálum

Kennitala: 520716-1220

Sími: +354 8402242

KOnukvöld með Unu-gtp

Þann 23. ágúst síðastliðinn stóðu Konur í orkumálum fyrir frábærlega vel heppnuðu konukvöldi á Marina hóteli þar sem við buðum sérstaklega velkomnar konur sem stunda nám við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin var að kynnast betur þeim konum sem eru komnar hingað til lands, og hafa margar hverja lagt afar mikið undir til að geta látið námið rætast, og mynda þannig tengsl við önnur lönd. 

 

Þrjár konur sögðu okkur sögu sína, frá heimkynnum sínum, náms- og starfsferli og aðdraganda þess að þær komu hingað til náms. Það voru þær Kunzes Dolma, verfræðingur frá Indlandi, fædd árið 1984, Risper Jemutai Kandie, jarðfræðingur frá Kenía, fædd 1974 og Yankho Kalebe frá Malaví, fædd 1990. Sögur þeirra voru jafn ólíkar og þær voru margar og ótrúlega áhugaverðar enda mjög frábrugðnar því sem við þekkjum hérlendis hvað varðar aðstæður allar svo sem aðgang að rafmagni, framgang kvenna í geiranum, námsmöguleika, heimilisaðstæður og svo margt margt fleira. 

 

Eftir frábært kvöld var ákveðið að haldin yrðu samskonar kvöld árlega eða jafnvel á hálfsárs fresti í framtíðinni enda frábær leið til að styrkja tengslin við geirann í öðrum jarðhitalöndum og þá sérstaklega við aðrar jarðhitakonur. 

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu. 

Yanko Khalebe frá Malaví
Risper Jemutai Kandie frá Kenía
Kunzes Dolma frá Indlandi
Áhugaverðar sögur kvennanna sagðar
Hluti hópsins á Marina hóteli
Show More