Contact

© 2016 - 2018 Konur í orkumálum.

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

Konur í orkumálum

Kennitala: 520716-1220

Sími: +354 8402242

Fréttir

Könnun á líðan kvenna í orku- og veitugeiranum

Konur í orku- og veitugeiranum eru mjög ánægðar í starfi og líður vel í vinnunni. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar um líðan kvenna í orkugeiranum sem félagið Konur í orkumálum lét nýverið gera.

Tilgangurinn með könnuninni var draga fram hvernig félagskonur upplifa starfsumhverfi sitt, séu ánægðar í starfi og hvort þær hafi orðið fyrir misrétti eða neikvæðum upplifunum í starfi sínu í orkugeiranum. ​

BYGGJUM UPP ALÞJÓÐLEG TENGSL Í ORKUGEIRANUM

Aljóðlega jarðhitaráðstefnan, WGC 2020, verður haldin í Reykjavík dagana 27. apríl-1. maí 2020 og af því tilefni munu fjölmargar WING konur (Women in Geothermal) hvaðanæva að úr heiminum taka flugið og sækja okkur heim.

Komið hefur upp sú tillaga að athuga hvort félagsmenn hafi áhuga á að styrkja tengslin við WING konurnar með því að bjóða þeim að gista hjá sér meðan á ráðstefnunni stendur.  

Sumarganga 2018 á Reykjanesi í boði HS Orku

Miðvikudaginn 5. september stóð KÍO fyrir göngu þriðja árið í röð. Að þessu sinni var það HS Orka sem bauð félagskonum upp á fræðandi og skemmtilega göngu frá Svartsengi. Hist var við höfuðstöðvar HS Orku við Svartsengi kl. 17:00 og þaðan var gengið á Þorbjörn. Á göngunni var fræðst um athafnasvæði HS Orku, jarðfræði svæðisins og í dásamlegu veðri var einstakt tækifæri til þess að horfa yfir Auðlindagarðinn á Reykjanesi og fjalla um fyrirtækin sem tilheyra honum.

Sumargangan 2017 á Helgafell í boði Landsnets

Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 var farið í árlega gönguferð KÍO. Að þessu sinni var það Landsnet sem bauð félagskonum í göngu. Farið var upp á Helgafell í Hafnarfirði og fræðst um umhverfið og þær línuleiðir og breytingar sem eru í undirbúningi í flutningskerfinu í kringum Hafnarfjörð hjá Landsneti.

Fyrstu aðal- og ársfundir Kío

Fyrstu aðal- og ársfundir Kvenna í orkumálum voru haldnir þann 6. apríl sl. Aðalfundur var með hefðbundnu sniði þar sem formaður fór yfir starfsemi ársins og skýrslu stjórnar og gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins. Þá var skoðunarmaður kosinn en í aðeins eitt framboð var til skoðunarmanns og var Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður sjóðsstýringar hjá Landsvirkjun, því sjálfkjörin. Engar breytingar á samþykktum...

Konukvöld með unu-gtp

Þann 23. ágúst síðastliðinn stóðu Konur í orkumálum fyrir frábærlega vel heppnuðu konukvöldi á Marina hóteli þar sem við buðum sérstaklega velkomnar konur sem stunda nám við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin var að kynnast betur þeim konum sem eru komnar hingað til lands, og hafa margar hverja lagt afar mikið undir til að geta látið námið rætast, og mynda þannig tengsl við önnur lönd. 

Viðburður í jafnvægi
JAFNRéttisstimpill kíó

Stjórn Kvenna í orkumálum hefur ákveðið að hrinda af stað nýju verkefni veturinn 2018/19. Um er að ræða útgáfu jafnréttisstimpils fyrir viðburði sem uppfylla fyrirfram skilgreind viðmið um kynjahlutfall hvað varðar framsögu á viðburðum.

 
Viðburðir sem koma til skoðunar geta verið opnir fundir, vinnustofur og ráðstefnur fyrirtækja og samtaka. Viðburðir sem ná að uppfylla kynjahlutfall hvað varðar framsögu á fundinum (að meðtöldum fundarstjóra) upp á að minsta kosti 40/60% fá stimpil félagsins. Viðburðir með þremur framsögumönnum eða færri geta því ekki fengið stimpilinn. 

Aðalfundur kío 2018

Aðalfundur og árshátíð Kvenna í orkumálum árið 2018 fóru fram þann 31. maí sl. á Bryggjunni Brugghúsi. Aðalfundur var með hefðbundnu sniði þar sem formaður fór yfir starfsemi ársins og lagði fram skýrslu stjórnar til samþykktar. Gjaldkeri lagði einnig fram reikninga félagsins til samþykktar. Engar breytingar á samþykktum voru lagðar til og var það tillaga stjórnar að leggja ekki á félagsgjöld að þessu sinni.

Skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum komin út

Konur í orkumálum fengu endurskoðunarfyrirtækið Ernst&Young til að gera skýrslu fyrir félagið þar sem úttekt væri gerð á stöðu kvenna í orkugeiranum á íslandi í dag. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta grun stjórnarmanna um lítið hlutfall kvenna í geiranum, bæði hlutfallslega af öllum stöðugildum innan geirans svo og sífellt minna eftir því sem ofar er farið í daglegri stjórnun fyrirtækjanna sem voru í úrtakinu. Niðurstöður hvað varðar stjórnir þeirra...

Ragnheiður Elín fjallar um Kío

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum atvinnu- og nýsköpunarráðherra var nýverið ráðin sem ráðgjafi í orkumálum við Atlantic Council hugveituna í Washington.

 

„Ég er frekar ánægð með þetta og bara nokkuð stolt yfir að AC leitaði til mín um þetta samstarf, sem ég mun auðvitað leggja metnað minn í að sinna vel,“ segir Ragnheiður Elín, á Facebook-síðu sinni.

Landsnet bakhjarl KíO

Landsnet og Konur í orkumálum skrifuðu nýverið undir samning sem kveður á um að Landsnet bætist í hóp bakhjarla félagsins til næstu tveggja ára.

Fyrir eru þrír bakhjarlar sem standi að félaginu en það eru Landsbankinn, Landsvirkjun og HS Orka sem öll skrifuðu undir styrktarsamning á síðasta ári. 

KíO þakkar stuðninginn!