Aðalfundur KÍO 2023

11. apríl 2023

Boðað er til aðalfundar Kvenna í orkumálum miðvikudaginn 19. apríl kl. 11:00 – 12:00.

Fundurinn fer alfarið fram á Teams, hér er hlekkur á fundinn.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum félagsins

Lagðar eru fram eftirfarandi breytingar á núgildandi samþykktum félagsins  (https://konuriorkumalum.is/samthykktir-kvenna-i-orkumalum/) með það að markmiði að auka áhrif kvenna í orkugeiranum og að ósk um aðild að félaginu sé skilvirkari. 

3.gr. verður:

Tilgangur félagsins er að 

  • efla þátt kvenna í orkumálum og auka áhrif þeirra í orku- og veitugeiranum
  • styrkja tengsl þeirra svo og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál 
  • vekja athygli á stöðu jafnréttismála og mikilvægi fjölbreytileika innan orku- og veitugeirans  
  • stuðla að bættri vinnustaðamenningu og jöfnum tækifærum allra

4.gr. verður:

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að vekja máls á jafnréttismálum við þar til gerða aðila, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, gera kannanir, halda fundi, samkomur og viðburði, í hvers kyns formi.

5.gr. verður:

Aðild að félaginu er opin öllum sem áhuga hafa á að taka þátt í félaginu og efla starf þess í samræmi við tilgang þess. Ósk um aðild skal send rafrænt í gegnum heimasíðu félagsins til umfjöllunar og afgreiðslu. Stjórn skal halda félagaskrá yfir félagsmenn þar sem skráð er nafn, heimilisfang og kennitala félagsmanna. Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt til stjórnar með sannanlegum hætti og tekur hún strax gildi nema annars sé óskað.

  1. Ákvörðun félagsgjalds
  2. Kosning skoðunarmanna
  3. Önnur mál
crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram